Skip to content

Vinningshafi í sumarlestri

Á söngstund í dag héldum við upp á dag læsis sem er 8. september ár hvert. Af því tilefni drógum við úr sumarlestrarlandakortum sem nemendur skiluðu inn. Heppnin var með Róberti Árna í 2. bekk sem var duglegur að lesa í sumar líkt og margir aðrir nemendur. Hann fékk að launum nýja útgáfu af Harry Potter og viskusteinninn, gjafabréf í ísbúð og bókamerki.

Það er gaman að segja frá því að fjórir nemendur Norðlingaskóla voru einnig dregnir út hjá Menntamálastofnun og hlutu verðlaun; Þau Alexander Ivanov, Arna Kristín Árnadóttir, Benedikt Óli Árnason og Sonja Björt Birkisdóttir.

Við óskum öllum þessum lestrarhestum innilega til hamingju!