Skip to content

Vináttusmiðja á miðstigi

Undanfarnar vikur höfum við á miðstigi verið að vinna með vináttuna og það hvað orð geta sært mikið. Nemendur unnu saman í hópum að því að skapa þeirra eigin manneskju á sínu reki, lögðu í það mikla vinnu og alúð og sköpuðu henni sögu, tilfinningar og umhverfi. Að því loknu skrifuðu þau á manneskjuna öll ókvæðisorð sem þau höfðu heyrð notuð á miðstigi og notað sjálf, rifu manneskjuna í tætlur og þurftu svo að tjasla henni saman aftur með límband eitt að vopni. Eins og gefur að skilja var það afar vandasamt verk og í raun ógerlegt án augljósra öra. Afrakstur verkefnisins hangir uppi í báðum anddyrum Brautarholts til stöðugrar áminningar um að orð særa og skilja eftir sig ör.

Hér má sjá myndir frá smiðjunni.