Viðmið um lesfimi
Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.
Lesviðmið eru sett þannig að þau sýni stíganda í færni nemenda frá einum bekk til annars, lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu, stöðlun prófsins miðast við lok skólaársins.
Gert er ráð fyrir því að 90% nemenda árgangs nái lægsta viðmiði (viðmið 1), 50% nemenda árgangsins miðtölunni (viðmið 2) en 25% nemenda árgangs nái efsta viðmiði (viðmið 3.)
Hér eru viðmiðin fyrir árgangana í skólanum, gleymum ekki að miðað er við árangur í lok skólaárs.
Bilið er nokkuð breitt til að gera ráð fyrir eðlilegum einstaklingsmun. Margir þættir geta haft áhrif á framfarir nemenda í lestrarnámi, t.d. áhugi, ástundun, hljóðrænn vandi og hvenær barn er fætt á árinu.
Aldur nemenda | Undir viðmiði | Viðmið 1 | Viðmið 2 | Viðmið 3 |
90% árgangs | 50% árgangs | 25% árgangs | ||
1. bekkur | 0 – 19 | 20 – 54 | 55 – 74 | 75 og meira |
2. bekkur | 0 – 39 | 40 – 84 | 85 – 99 | 100 og meira |
3. bekkur | 0 – 54 | 55-99 | 100 – 119 | 120 og meira |
4. bekkur | 0 – 79 | 80 – 119 | 120 – 144 | 145 og meira |
5. bekkur | 0 – 89 | 90 – 139 | 140 – 159 | 160 og meira |
6. bekkur | 0 – 104 | 105 – 154 | 155 – 174 | 175 og meira |
7. bekkur | 0 – 119 | 120 – 164 | 165 – 189 | 190 og meira |
8. bekkur | 0 – 129 | 130 – 179 | 180 – 209 | 210 og meira |
9. bekkur | 0 – 139 | 140 – 179 | 180 – 209 | 210 og meira |
10. bekkur | 0 – 144 | 145 – 179 | 180 – 209 | 210 og meira |