Skip to content

Þakkir frá starfsfólki Norðlingaskóla

Kæru foreldrar og forráðamenn

Hingað  komu tveir fulltrúar foreldrafélagsins, Gyða Dögg Jónsdóttir formaður og Sigríður Pétursdóttir í gærmorgun og færðu kennurum og starfsfólki dýrindis tertur sem þakklætisvott og jólakveðju fyrir vel unnin störf á skrýtnum tímum.  Þetta var sannkallaður aðventuglaðningur inn í jólaannirnar í skólanum.  Mikil gleði var með terturnar og voru þeim gerð góð skil.  Bestu þakkir fyrir hugulsemina, hún yljar okkur svo sannarlega inn að hjartarótum.

Kærar jólakveðjur til ykkar allra með þúsund þökkum frá öllu starfsfólki Norðlingaskóla.