Skip to content

Sundkennsla fellur niður 6.-16. október vegna Covid-19

Sundkennsla fellur niður næsta hálfa mánuðinn, 6.-16. október, vegna Covid-19.

Skóla- og frístundasvið í samráði við neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fella niður sundkennslu í almenningssundlaugum næsta hálfa mánuðinn eða til og með föstudeginum 16. október. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að í almenningslaugum eru nemendur í miklu návígi við aðra einstaklinga, bæði börn úr öðrum skólum og fullorðna í aðstæðum sem erfitt er að hafa stjórn á og yfirsýn yfir hver er hvar og á hvaða tíma. Í stað sundkennslunnar verða sundkennarar með hreyfistundir með nemendum sínum á skólalóð eða í nágrenni skólans.