Skip to content

Sumarlestur – skil á lestrarlandakortum

Kæru foreldrar/forráðamenn!

Í vor fengu allir nemendur í 1.-7. bekk afhend lestrarlandakort til að halda utan um sumarlesturinn. Nú er komið að því að sjá hvort heppnin verði með einhverjum lestrarhestinum! Vinningslíkurnar eru tvöfaldar því það er bæði hægt að fara í pott hjá Menntamálastofnun og Norðlingaskóla. Síðasti dagur til að skila lestrarlandakortinu er n.k. mánudagur, 7. september. Það má gera annars vegar með því að skila kortinu sjálfu á skólasafnið eða senda mynd af bakhlið kortsins á thordis.steinarsdottir@rvkskolar.is og hins vegar að senda kortið inn til Menntamálastofnunar (sumarlestur2020@mms.is). Verðlaunin verða veitt á degi læsis, þann 8. september (á söngstund í Norðlingaskóla 9. september).

Lestrarlandakort má nálgast á læsisvef Menntamálastofnunar: https://laesisvefurinn.is/lestrarmenning/skolinn-og-heimilin/sumarlestur-2020/

Athugið að ekki er nauðsynlegt að fylla út allar línur og bókaval er alveg frjálst.