Skip to content

Stoðþjónusta

Aðferðafræði Norðlingaskóla í stoðþjónustu einkennist af eins lítilli aðgreiningu og nokkur kostur er, að umsjónarkennari sé sérstakur trúnaðar- og ábyrgðaraðili nemenda. Faggreinakennarar bera ábyrgð á því að skipuleggja námið í sinni grein þannig að sem allra flestir nemendur geti fylgt áætlun, faggreinakennarar þurfa almennt að vera með um það bil þrjár mismunandi útfærslur af námsáætlunum í gangi til að sem allra flestir nemendur geti náð settu marki. Í hverjum námshópi starfar sérkennari sem er umsjónarkennurum og faggreinakennurum til halds og trausts svo sérfræðiþekking hans nýtist fyrir sem flesta nemendur sem þurfa stuðning. Það að byrja og enda daginn með nemendum, láta þá finna að okkur þykir vænt um þá og tala við þau af hlýju og alúð er aðalsmerki Norðlingaskóla og hentar nemendum með sérstakar þarfir einstaklega vel.

Í stoðþjónustu skólans er aðstoðarskjólastjóri/yfirmaður stoðþjónustu, sérkennarar, stuðningsfulltrúar, náms- og starfsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur.

Lesa nánar um stoðþjónustu í starfsáætlun skólans.

 

Nemendaverndarráð

Sérstakir nemendaverndarráðsfundir eru haldnir fyrir 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk einu sinni í mánuði. Þá sitja skólastjóri, aðstoðarskólastjóri/yfirmaður stoðþjónustu, náms- og starfsráðgjafi, sérkennarar í viðkomandi námshópi ásamt umsjónarkennurum eftir þörfum. Í nemendaverndarráði eru einnig hjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur frá þjónustumiðstöð Austur og eftir þörfum unglingaráðgjafi frá þjónustumiðstöð.