Skip to content

Stoðþjónusta

Aðferðafræði Norðlingaskóla í stoðþjónustu einkennist af eins lítilli aðgreiningu og nokkur kostur er, að umsjónarkennari sé sérstakur trúnaðar- og ábyrgðaraðili nemenda og sé yfirleitt aldrei með fleiri en 20 nemendur í umsjón.  Faggreinakennarar bera ábyrgð á því að skipuleggja námið í sinni grein þannig að sem allra flestir nemendur geti fylgt áætlun, faggreinakennarar þurfa almennt að vera með um það bil þrjár mismunandi útfærslur af námsáætlunum í gangi til að sem allra flestir nemendur geti náð settu marki. Sérkennari er umsjónarkennurum og faggreinakennurum til halds og trausts svo sérfræðiþekking hans nýtist fyrir sem flesta nemendur sem þurfa stuðning. Það að byrja og enda daginn með nemendum, láta þá finna að okkur þykir vænt um þá og tala við þau af hlýju og alúð er aðalsmerki Norðlingaskóla og hentar nemendum með sérstakar þarfir einstaklega vel.

Lesa nánar um stoðþjónustu í Norðlingaskóla.

Stoðteymi skólans veturinn 2018-2019

  • Aðstoðarskólastjóri með áherslu á sérþarfir, 100% stjórnunarstaða (fyrir allan skólann)
  • Náms-og starfsráðgjafi, 100% starf (fyrir allan skólann)
  • Ráðgjafi í 50% starfi fyrir miðstigið sérstaklega og 50% starfi sem verkefnisstjóri í málefnum nýbúa og fjölmenningu.
  • Unglingateymi (8.-10. bekkur, u.þ.b. 142 nemendur). Einn sérkennari í 80-100% starfi inni í hópnum og 20% starfi í skipulagi, ráðgjöf og fyrirlagningu ýmiss konar skimana og prófa, tveir stuðningsfulltrúar.
  • Miðstig (5.-7. bekkur, u.þ.b. 187 nemendur). Einn sérkennari/þroskaþjálfi  í 80-100% starfi inni í hópnum og 20% starfi í skipulagi, ráðgjöf og fyrirlagningu ýmiss konar skimana og prófa, ráðgjafi í 50% starfi  og þrír stuðningsfulltrúar.
  • 3.-4. bekkur (u.þ.b. 150 nemendur). Tveir sérkennarar í 80-100% starfi inni í hópnum og 20% starfi í skipulagi, ráðgjöf og fyrirlagningu ýmiss konar skimana og prófa. Fjórir frístundafulltrúar/stuðningsfulltrúar í 80% starfi hver.
  • 1-2. bekkur (u.þ.b. 125 nemendur). Tveir sérkennarar í  80-100% starfi inni í hópnum og 20% starfi í skipulagi, ráðgjöf og fyrirlagningu ýmiss konar skimana og prófa. Fjórir til fimm frístundafulltrúar/stuðningsfulltrúar – útfært verkefni, Dagur barnsins, þar sem frístundastarfi og skólastarfi er blandað saman með styrkleika frístundastarfsins sem hjálpartæki til að sinna þörfum allra barna í hópnum með nokkuð jafnri áherslu á frjálsan leik, félagsfærni og stuðning við einstaka nemendur eða nemendahóp.