Mat á skólastarfi

Ytra mat, haust 2015. Nám og kennsla á unglingastigi.

Niðurstöður úr heildarmati á skólastarfi  Norðlingaskóla 2013 (nánar hér)

Tafla

Rökin fyrir því að meta skólastarf eru einkum af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða utanaðkomandi hvata sem birtast í lögum og fyrirmælum stjórnvalda og hins vegar eru það innri hvatar, þ.e. löngun og þarfir starfsfólks, stjórnenda, foreldra og nemenda skólans til að gera gott skólastarf enn betra.

Matsteymi skólans er verkefnastjórn þess mats sem fram fer í skólanum. Í honum sitja auk skólastjórnenda, einn fulltrúi kennara, einn fulltrúi annarra starfsmanna, fulltrúi foreldra og fulltrúi nemenda. Hlutverk hópsins er m.a. að stýra matsvinnunni, ákveða áherslur, gera umbótamiðaða skólaþróunaráætlun og vinna úr upplýsingum, þ.e. að sjá um alla úrvinnslu og skýrslugerð.