Foreldraskóladagar

Skólinn bíður foreldrum á fjölbreytta viðburði í skólanum en þeim er ætlað að auka þátttöku foreldra í skólastarfinu, efla tengsl starfsfólks við foreldra og tengsl foreldra innbyrðis. Einnig er þessum viðburðum ætlað að skapa jákvæðan skólabrag, veita foreldrum innsýn í starfs- og kennsluhætti og auka hlutdeild þeirra í námi barna sinna.

Af helstu viðburðum í skólastarfinu má nefna foreldraskóladaga þar sem foreldrum er boðið að taka þátt í skólastarfi þar sem nemendur kynna og kenna áhugaverða hluti sem þeir hafa verið að læra. Fjölbreytileiki í kynningum nemenda er jafnan mikill og hafa nemendur m.a. kennt og kynnt fyrir foreldrum sínum áhugaverða hluti úr smiðjuvinnu, framkvæmt tilraunir, sýnt tækni- og verkþekkingu og einnig frumsamin verk af ýmsum toga.

Rík hefð er fyrir foreldraskóladögum í skólastarfinu enda er þessi viðburður jafnan vel sóttur af foreldrum. Foreldraskóladagar eru tvisvar á skólaárinu, einn á hvorri önn, og ár hvert er hægt er að sjá hvenær þeir eru dagsettir á skóladagatali skólans.

Reynt er að bjóða foreldrum að koma á misjöfnum tímum í skólann á foreldraskóladögum til að þeir hafi tækifæri til að njóta samverunnar með börnum sínum en allmargir foreldrar eiga fleiri en eitt barn við skólann. Þannig leitast skólinn einnig við að gefa foreldum kost á að sveigja heimsóknina betur að vinnutíma sínum.