Skip to content

Starfsdagur og vetrarfrí

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við viljum minna ykkur á starfsdaginn miðvikudaginn 21. október og vetrarfrísdagana sem framundan eru, fimmtudag, föstudag og mánudag, 22., 23. og 26. október. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað í vetrarfríinu en er opið á starfsdaginn miðvikudaginn 21. október fyrir þau sem þar hafa nú þegar verið skráð í lengda viðveru. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. október. Við vonum að allir eigi gleðilegt og gott vetrarfrí.