Skip to content

Starfsdagar og skólastarf frá 4. maí

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Starfsdagar sem vera áttu 22. og 24. apríl verða færðir yfir á dagana 22. maí (starfsdagur skóla og frístundar) og 2. júní (starfsdagur skóla, frístund er opin). Vegna Covid-19 gaf skóla- og frístundasvið (SFS) skólum heimild til að færa starfsdaga í apríl til, að höfðu samráði við kennara, frístundina, leikskólann og skólaráð. Sú breyting verður einnig að 12. maí sem var samkvæmt skóladagatali matsdagur og þ.a.l. skertur dagur verður alfarið að hefðbundnum skóladegi.

Starfsdagar eru alltaf mjög dýrmætir í skólastarfi og röskun á skipulagi skólastarfs vegna Covid-19 hefur haft margvíslegar afleiðingar þar sem kennarar hafa m.a. ekki átt mikla möguleika á samstarfi um skipulag skólastarfsins nú þegar háannatími er að hefjast hjá kennurum og nemendum.

Skólastarf hjá nemendum verður með hefðbundnum hætti frá 4. maí, líkt og var fyrir samkomubann. Frekari upplýsingar varðandi takmarkanir varðandi ýmsa þætti skólastarfsins, s.s. því sem snýr að foreldrum, verða sendar út um leið og þær berast frá skóla- og frístundasviði.