Leiðbeiningar vegna samráðsviðtala

Leiðbeiningar um skráningu viðtala í Mentor

Allir verða að hafa virkt lykilorð inn í Mentor. Þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hjá Mentor.is . Hér eru leiðbeiningar  Lykilorð aðstandendur

Opnað er fyrir skráningu viðtala mánudaginn 30. maí. Þegar komið er inn í Mentor á að velja fjólubláa flís (niðri í horninu hægra megin) sem heitir fjölskylduvefur. Þegar komið er þar inn á að velja foreldraviðtal (undir tilkynningar) sem birtist hægra megin á síðunni þegar búið er að opna fyrir skráningu.  Hér eru leiðbeiningar um skráningu samráðsfunda Skráning foreldra

Vinsamlegast snúið ykkur til umsjónarkennara ef þið lendið í vanda með skráningar.

Kærar kveðjur

Stjórnendur