Velferð - Forvarnir

Eitt af því mikilvægasta í öllu starfi Norðlingaskóla er að tryggja velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna. Er það í samræmi við eina af megináherslum skólans um það grundvallarlífsviðhorf að hverjum einstaklingi skuli búin þau skilyrði að hann geti á eigin forsendum þroskast og dafnað og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.

Meginástæðan fyrir því að skólinn rekur öfluga og heildstæða forvarnarstefnu er að gera allt sem mögulegt er til að koma í veg fyrir neikvæðan lífsstíl og samskipti með því að leggja á það mikla áherslu á að nemendum líði vel andlega og líkamlega og sjálfsmynd þeirra sé jákvæð og sterk, umhverfi þeirra einkennist af samkennd og það búi yfir öflugu stuðningsneti þegar þörf er á.

Forvarnarstefna Norðlingaskóla tekur til nemenda, foreldra og allra sem að málefnum þeirra og uppeldi koma svo og starfsmanna. Lögð er áhersla á að forvarnir séu heildstæðar, byggðar á rannsóknarniðurstöðum og hafi mælanleg markmið sem verða metin og endurskoðuð reglulega. Forvarnarstefnan tekur til þátta eins og samskipta og líðanar nemenda, lífsstíls, heilbrigðis, vímuvarna og frávikshegðunar svo eitthvað sé nefnt.  

Mannréttinda- og jafnréttisstefna Norðlingaskóla byggir á mannréttindum, jafnræðisreglunni, lögum, reglugerðum og alþjóðlegum samningum. Stefnan tekur til nemenda og starfsfólks og leggur á það áherslu að starfsfólk og nemendur hafi góðan aðgang að því að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í málefnum er þá varða. Þá er lögð áhersla á að stjórnendur og starfsmenn beri ábyrgð á að gæta jafnræðis á vinnustaðnum. 

Forvarna- og viðbragðsáætlanir og stuðningsnet skólans hafa það einnig að markmiði að tryggja velferð og vellíðan nemenda, upplýsingar um þessa þætti skólastarfsins er að finna á heimasíðu skólans undir: