Velkomin á heimasíðu
NORÐLINGASKÓLA
Norðlingaskóli tók til starfa í ágúst 2005. Á fyrsta starfsári skólans stunduðu 44 nemendur nám við skólann í 1.-6. bekk. Veturinn 2019-2020 eru nemendurnir rúmlega 600 talsins. Við skólann starfa yfir 100 manns í samþættu grunnskóla- og frístundastarfi. Skólaárið 2016-2017 var skólahúsnæðið Brautarholt tekið í notkun sem er ætlað nemendum í 5.-7. bekk. Skólastjóri Norðlingaskóla er Aðalbjörg Ingadóttir. Nánari upplýsingar um skólann og skólastarfið má finna hér á heimasíðunni eða með því að hafa samband við skrifstofu skólans.
Aðalbygging: Árvaði 3 - Sími 4117640
Brautarholt: Norðlingabraut 4 - Sími 4117620
Skólabyggingarnar opna klukkan 8:00.

Áherslur - Sýn
Í starfi Norðlingaskóla er lögð sérstök áhersla á:
- að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.
- að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hverskonar.
- að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir.
- að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga sem stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunn-skólagöngu sinni.
- að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum.
- að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman.
- að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti af og stuðli að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem hluta af heildstæðu samfélagi.
Stjórnendur skólans
Skólastjóri Norðlingaskóla er Aðalbjörg Ingadóttir Netfang: adalbjorg.ingadottir@rvkskolar.is
Aðstoðarskólastjórar eru Helgi Rafn Jósteinsson helgi.rafn.josteinsson@rvkskolar.is og Jónína Rós Guðmundsdóttir jonina.ros.gudmundsdottir@rvkskolar.is
Deildarstjóri á miðstigi er Lísa María Kristjánsdóttir lisa.maria.kristjansdottir@rvkskolar.is