Náms- og starfsráðgjöf

images 2

 

 

Áhugaverðir tenglar

Nám að loknum grunnskóla

Áhugavert myndband um einelti

Viðbrögð við einelti

GERT lokaverkefni í 10. bekk.

VERK- OG TÆKNINÁM - NEMA HVAÐ!

Náms- og starfsráðgjöf

Námsráðgjafi skólans er Iðunn Kjartansdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans, s.s. sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnaskyldu um einkamál þeirra að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. .

Helstu verkefni námsráðgjafa eru:

  • Að annast starfskynningar nemenda á unglingastigi.
  • Að veita ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda.
  • Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við náms- og starfsáætlun skólans.
  • Að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra s.s. starfsmenn skólaskrifstofu og félagsmiðstöðva.
  • Að veita persónuleg ráðgjöf við nemendur vegna ýmissa vandamála svo sem námsörðugleika, prófkvíða, eineltis og annarra samskiptamála.
  • Að sitja í ýmsum ráðum sem fjalla um velferð nemenda svo sem nemendaverndarráði, áfallaráði og eineltisteymi skólans.
  • Að vísa einstökum nemendum til sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar í ljós koma vandamál sem eru utan starfs- og þekkingarsviðs námsráðgjafa.
  • Að sinna hópráðgjöf og fræðslu í stærri eða smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum t.d. náms- og starfsfræðslu, námstækni og samskiptamála.

Nemendum og foreldrum/forráðamönnum eru velkomin að leita til náms- og starfsráðgjafa. Foreldrar/forráðamenn geta pantað tíma í síma 4117640 eða með tölvupósti.

 

 

merki_fns