Móttaka nýrra nemenda í Norðlingaskóla

Móttaka nýrra nemenda í Norðlingaskóla

Hlutverk stjórnenda og starfsfólks:
1. Skólanum berst vitneskja um að nýr nemandi sé að koma í skólann.
2. Skrifstofustjóri sér um að upplýsingapakki fyrir nýja nemendur sé til staðar.
3. Skólastjóri er látinn vita og skipuleggur heimsókn nemandans og foreldra hans í skólann og fer m.a. með þeim um skólann og kynnir fyrir umsjónarkennurum og afhendir pakka með upplýsingum fyrir nýja nemendur. Leitað er eftir því hvort nemandinn sé með „greiningu" eða hvort upplýsinga þarf að óska úr skólanum sem nemandinn er að koma úr. Ef svo er er þeim upplýsingum komið til sérkennara.
4. Þegar foreldrar skila inn gögnunum sem eru í upplýsingapakka fyrir nemendur er þeim komið til skrifstofustjóra sem skráir nemandann inn í Mentor og gerir möppu merkta nemandanum í nemendaspjaldskrá. Upplýsingarblöðum um heilsufar er komið til skólahjúkrunarfræðings.
5. Skrifstofustjóri gerir flutningstilkynningu og sendir á Menntasvið Reykjavíkur-borgar.
6. Skólastjóri og/eða deildarstjóri upplýsir umsjónarkennara um komu nemandans í skólann.
7. Upplýsingaöflun: Ef nemandi þarf á sérúrræði að halda er sérkennari látinn vita. Hann hefur samband við skólann sem nemandinn er að koma úr að fengnu samþykki foreldra og fær áframsend gögn. Einnig hugar hann að því hvort skilafundur sé nauðsynlegur og tímasetur hann. Þá kemur hann upplýsingum til umsjónarkennara og forstöðumanns frístundaheimilis ef það á við.
8. Skólahjúkrunarfræðingur kemur heilsufarsupplýsingum til umsjónarkennara og sérkennara ef þörf er á.
9. Náms – og starfsráðgjafi kallar nemanda í viðtal 2 vikum eftir upphaf skólagöngu.

Hlutverk umsjónarkennara:
1. Umsjónarkennarar, eða aðrir þeir sem þykir henta, ákveða skólaboðun í samráði við foreldra og tímasetja hana.
2. Þegar nemandinn hefur verið u.þ.b. vikutíma í skólanum á umsjónarkennari samtal við hann.
3. Á fyrsta fundi Nemendaverndararáðs, eftir að nemandinn hefur bæst í hópinn er farið yfir hans mál.

Hlutverk nemenda:
1. Umsjónarkennari sér til þess að fyrstu daga nemandans í skólanum sé honum fenginn móttökustjóri úr hópi samnemenda. Móttökustjóra er ætlað að veita nýja nemandanum stuðning fyrstu vikurnar.