Móttaka nemenda af erlendum uppruna

Í Norðlingaskóla eru það aðstoðarskólastjóri, sérkennari og umsjónarkennari nemandans sem eru í móttökuteymi skólans. Þegar foreldrar hafa óskað eftir skólavist fyrir barn sitt fá þeir allar nauðsynlegar upplýsingar á þeirra tungumáli um skóla Reykjavíkurborgar  (sjá reykjavik.isog hvað þeir þurfa að hafa með sér í fyrsta viðtal í skólanum. Þeir kennarar sem koma til með að koma á einhvern hátt að skólagöngu nemandans bera ábyrgð á því að kynna sér og undirbúa komu nemandans.

Viðtal: Í fyrsta viðtal í skólanum mæta nemandi, foreldrar og aðrir í fjölskyldu sem vilja koma með. Móttökuteymi skólans, hjúkrunarfræðingur og túlkur (túlkar hafa siðreglur og þagnarskyldu). Móttökuteymi skólans hefur með sér í viðtalið til að afhenda foreldrum:

  • Stefnu skólans
  • Yfirlit yfir starfshætti
  • Skólaviðmið
  • Símanúmer skólans
  • Umsókn um mötuneyti
  • Nöfn á kennurum og símaskrá skólans.

Í viðtalinu er aflað grunnupplýsinga um nemandann og foreldrar afhenda þau gögn sem þau eru með er varðar nemandann, til grunnupplýsinga teljast:

  • Upplýsingar um tungumál sem nemandi talar, móðurmál og hugsanlega önnur tungumál
  • Menningarlegur bakgrunnur
  • Upplýsingar um skólagöngu
  • Heilbrigðisvottorð.

Í viðtalinu er ákveðið hvenær nemandi byrjar í skólanum. Farin er kynnisferð um skólann. Móttökuteymi og túlkur sjá um leiðsögn um skólann fyrir nemandann og foreldra hans.

Þegar nemandinn mætir í skólann fyrsta skóladaginn tekur umsjónarkennari á móti honum. Áður en nemandi kemur í fyrsta skipti í skólann hefur umsjónarkennari upplýst bekkjarfélaga og allt starfsfólk skólans að nýr nemandi sé að koma í hópinn. Valdir eru móttökunemendur (2) fyrir nýja nemandann sem hafa það hlutverk að vera nýja nemandanum til halds og trausts fyrstu vikurnar í skólanum meðan hann er að aðlagast. Ef þörf krefur er kallaður til túlkur frá túlkaþjónustu.

Nauðsynlegt er að vera í stöðugu sambandi við foreldra fyrstu vikurnar og áfram reglulega eftir þörfum.