Mötuneyti

Mötuneyti Norðlingaskóla er fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Þar starfar matreiðslumaður ásamt skólaliðum. Á matmálstímum koma auk þess kennarar, skólaliðar og stuðningsfulltrúar börnunum til aðstoðar í matsal. Í mötuneytinu er boðið upp á heitan mat í hádeginu.

Matseðill er ákveðinn fyrir hvern mánuð í senn og birtist á heimasíðu skólans. Við samsetningu hans er lögð sérstök áhersla á hollustu og fjölbreytni. Hafi barnið ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri við skólaskrifstofu.

Skráning í mat
Nemendur eru skráð í mat rafrænt á vefnum Rafræn Reykjavik https://rafraen.reykjavik.is/pages/. 
Mánaðarlegt gjald er samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er innheimt 9 sinnum á skólaári, frá september til loka maí, í jöfnum greiðslum. Hver fjölskylda greiðir aðeins fyrir tvö börn en séu fleiri börn á heimili er matur fyrir þau gjaldfrjáls. Reglan gildir milli grunnskóla í Reykjavík. 

Áskrift fyrir skólamötuneyti