Grænfáninn

Um leið og skólinn tók til starfa var stofnað Grænfánateymi og í desember 2006 var svo stofnað umhverfisráð Norðlingaskóla. Í því situr Grænfánanefndin, 1 fulltrúi úr hverjum árgangi skólans sem valinn var af kennurum, þrír fulltrúar foreldra sem gáfu sig fram eftir kynningu á skólastarfinu auk starfsmanns ÍTR sem er forstöðumaður frístundaheimilis skólans.

Meginmarkmið verkefnisins eru:

  1. að nemendur og starfsmenn séu meðvitaðir um umhverfi sitt og mikilvægi þess að ganga um það af háttvísi.
  2. að nemendur og starfsmenn læri að þekkja og virða nánasta umhverfi sitt, innan- sem og utanhúss.
  3. að hvetja nemendur og starfsmenn til sparnaðar og endurnýtingar eftir því sem kostur er.
  4. að vekja athygli og áhuga nemenda og starfsmanna á umhverfi og náttúru.
  5. að efla ábyrgð nemenda og starfsmanna gagnvart umhverfinu og hvetja þá til háttvísi í umgengni og verndunar náttúrunnar.