Björnslundur

Allt frá stofnun Norðlingaskóla hefur útikennsla skipað veigamikinn sess í skólastarfinu enda litið svo á að kennsluhættir sem einkenna útinám nemenda auki á margbreytileika í skólastarfinu. Kennarar í Norðlingaskóla hafa verið ötulir við að sækja námskeið í útikennslu, bæði námskeið sem haldin hafa verið hér á landi og í Noregi á vegum Háskólans í Bergen. Útikennslan er með fjölbreyttu sniði þar sem nemendur vinna verkefni sem eru ýmist fagreinabundin eða tengjast smiðjuvinnu nemenda þar sem áhersla er lögð á samþættingu námsgreina.

Velflest verkefni sem nemendur vinna eru skipulögð með þeim hætti að náttúran og umhverfið er efniviðurinn í kennslunni. Önnur verkefni sem lögð eru fyrir nemendur eru þess eðlis að skólalóðin eða Björnslundur eru þá notuð sem kennslurými. Þannig hefur efniviður í náttúrunni verið notaður í stærðfræðikennslu, lestrarkennslu, tungumálakennslu, verk- og listgreinkennslu og íþróttakennslu. Í Björnslundi hafa m.a. verið reist víkingtjöld, leikrit sýnd og Kjalnesingasaga kvikmynduð. Einnig hefur námsmat í formi leikja verið framkvæmt í allflestum námsgreinum og í smiðjuvinnu nemenda.

Mikið og gott samstarf hefur jafnan verið við aðila í skólasamfélaginu um notkun Björnslundar og skólaárið 2010 - 2011 var myndaður samstarfshópur um nýtingu og umhirðu Björnslundar. Meginmarkmið hópsins er að hafa samráð um uppbyggingu Björnslundar þannig að þessi náttúruperla í Norðlingaholtinu þjóni íbúum hverfisins, Norðlingaskóla og Leikskólum Rauðhól sem best.

Hér má má sjá samninginn um Björnslund og frekari upplýsingar um störf samstarfshópsins ásamt áhugaverðum tenglum sem nýst hafa kennurum skólans í skólaþróunarvinnu varðandi útikennslu.

Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir, kennari við skólann, hefur unnið mjög áhugaverðan og fróðlegan vef um Björnslund og þar má finna fjölbreytt verkefni og mikið af gagnlegum upplýsingumVefur Eybjargar