Frá skólastjóra

sifKæru lesendur!

Velkomin á vef Norðlingaskóla.

Sérstaklega eru nemendur skólans og foreldrar þeirra boðnir velkomnir. Það er von mín að allir sem skoða þennan vef verði nokkurs vísari um Norðlingaskóla og starfsemi hans en nýjar upplýsingar verða settar hér inn jafnóðum og þær liggja ljósar fyrir.

Norðlingaskóli tók til starfa í ágúst 2005. Á fyrsta starfsári skólans stunduðu 44 nemendur nám við skólann í 1. – 6. bekk. Haustið 2017 hófu nám við skólann 580 nemendur í 1. – 10. bekk og er gert ráð fyrir að þeim fjölgi þó nokkuð á skólaárinu. Starfsmenn skólans eru um 90 talsins og heimilin sem standa að skólanum eru um 380. Okkur Norðlingum hefur því fjölgað jafnt og þétt.

Skólarárið 2017-2018 mun án efa einkennast af því að nemendur skólans, starfsfólk og foreldrar verða áfram að takast á við það metnaðarfulla og spennandi verkefni að þróa enn frekar skólastarfið hér á Holtinu og útibúinu okkar Brautarholti. Brautarholt var tekið í notkunn vorið 2016, þar eru nemendu á miðstigi í 5.-7. bekk.

Um leið og ég vona að starf skólans verði árangursríkt og farsælt vil ég, með orðum föður míns, segja við núverandi og verðandi nemendur skólans:

     Til að mennta sig þarf mannsins ríka vilja,
     í menntun felst að temja sig og skilja,
     og læra af þeim sem lífsins tónum náðu
     og líka þeim sem sannleiksgildin skráðu.
     En umfram allt þú virðir vitund þína
     og verðugt ljós þitt öðrum nái að skína. (VHJ)

Kveðjur allra kærastar,
Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri