Skip to content

Skólasetning Norðlingaskóla 2018-2019

Norðlingaskóli var settur í dag, miðvikudaginn 22. ágúst í fjórtánda skipti. Eftir óvenju blautt sumar þá bar það til tíðinda í dag, eins og oft áður við setningu skólans að veðrið var gott, sól og blíða. Að venju var góð mæting og voru foreldrar og nemendur í sumarskapi. Sif skólastjóri flutti ræðu og gestir gæddu sér á ávöxtum. Skólinn hefst síðan á morgun kl. 8:15 hjá 1.-4. bekk og kl. 8:30 hjá 5.-10. bekk. Við vonum að skólaárið 2018-2019 verði einstaklega gott, skemmtilegt og lærdómsríkt ár fyrir okkur öll, nemendur, forráðamenn og starfsfólk.