Skip to content

Skólasetning 24. ágúst

Kæru foreldrar og nemendur í Norðlingaskóla

 

Nú fer að færast líf og fjör í skólann okkar og við erum full tilhlökkunar að fá nemendur í hús og hefja skólastarfið næstkomandi mánudag, á skólasetningardegi 24. ágúst.

Eins og ykkur er kunnugt um fellur hefðbundin skólaboðun niður og skólasetning verður með breyttu sniði þar sem hún verður án þátttöku foreldra nema í 1. bekk. Hefðbundið skólastarf hefst síðan þriðjudaginn 25. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um tímasetningar á skólasetningu hjá hverjum árgangi og skólaboðunargögn sem veita upplýsingar um mikilvæga þætti í byrjun skólaárs.

 

SKÓLASETNING 24. ÁGÚST

  • 9:00-11:00 Kynningarfundur fyrir nemendur og foreldra í 1. bekk – Mörkin og Glymur
  • 12:00-13:00 Nemendur í 2., 3. og 4. bekk – Mörkin og nemendasvæði
  • 13:00-14:00 Nemendur í 5., 6. og 7. bekk – Mörkin og Brautarholt
  • 14:00-15:00 Nemendur í unglingadeild – Mörkin og nemendasvæði

Skyldumæting er hjá nemendum.

 

SKÓLABOÐUNARGÖGN

Allar helstu upplýsingar sem varða skólabyrjun er að finna hér á heimasíðunni.

 

VIÐMIÐ UM SKÓLASÓKN OG ÁSTUNDUN NEMENDA

Við viljum vekja sérstaklega athygli ykkar á nýjum viðmiðum um skólasókn og ástundun nemenda sem er að finna hér á heimasíðunni og ykkur var tilkynnt um í tölvupósti frá stjórnendum sem var sent út 21. ágúst.