Gleðilegt sumarfrí

Starfsfólk Norðlingaskóla óskar öllum gleði- og sólríkra daga í sumar og þakkar einstaklega gott samstarf í vetur.
Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Norðlingaskóla fyrir skólaárið 2018-2019, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 15:30 í Björnslundi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.
Skólaboðunarheimsóknir verða dagana 15. til 21. ágúst. Starfsmenn skólans munu hafa samband við heimilin um tímasetningu á heimsóknunum.
Skrifstofa Norðlingaskóla verður lokuð frá mánudeginum 18. júní til og með 6. ágúst í sumar.

Skóladagatal Norðlingaskóla, 2018-19