Útskrift 10. bekkinga

Miðvikudaginn 6. júní útskrifaði Norðlingaskóli 44 nemendur 10 bekkjar. Athöfnin fór fram í Hádegismóum að viðstöddum forráðamönnum, nánustu ættmennum og starfsfólki. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri flutti ávarp, veittar voru viðurkenningar, tónlistaratriði flutt og fulltrúi nemenda og fulltrúi kennara tóku til máls. Stundin var innileg og hátíðleg og það ríkti glaðværð og spenna með undirtón eftirsjár í loftinu. Óskum við þessu unga fólki alls góðs í framtíðinni.

Myndir