eTwinning í Norðlingaskóla í vetur

eTwinning er skólasamfélag á netinu þar sem kennarar hafa tækifæri til að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endurmenntun á vinnustofum og námskeiðum, svo nokkuð sé nefnt, allt með hjálp upplýsingatækni. Í vetur hafa eftirfarandi verkefni verið unnin í Norðlingaskóla:


Book it ´18
Markmiðið með þessu verkefni var að hvetja nemendur til að lesa meira og að deila upplifun sinni af lestri bóka með öðrum. Nemendur lásu bækur og unnu svo í hópum að kynningum á þeim. Formið á kynningum var bókastiklur eða stuttar kvikmyndir þar kynntar voru bækurnar, höfundar og síðast en ekki síst mat lagt að gæði bókanna. Kynningarnar voru svo settar á sameiginlegt svæði þannig að hinir þátttakendurnir gætu skoðað. Það var gaman að sjá fjölbreytt val nemenda á svipuðum aldri á bókum. Hluti nemenda í 5. – 7. bekk tóku þátt í þessu verkefni undir stjórn Rósu Harðardóttur á skólasafninu.

20180614 100815

 

Our small Eurovision
Eins og nafnið gefur til kynna þá var þetta verkefni unnið í tengslum við Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Markmiðið með þessu verkefni var að efla vitund og samkennd með ólíkum þjóðum í Evrópu í gegnum tónlist. Að þjálfa færni í ensku í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Nemendur kynntu fyrir öðrum þátttakendum fulltrúa Íslands og sögðu frá laginu. Einnig fluttu þeir valið lag sem þeir sendu inn í okkar litlu keppni sem haldin var á meðal þeirra sem tóku þátt og lentum við í öðru sæti með lagið Í síðasta sem Friðrik Dór hefur flutt. Þau lönd sem tóku þátt í þessu með okkur voru Tyrkland, Grikkland, Spánn, Pólland og Litháen. Nemendur í umsjónarhóp Eddu Óskar í 3. og 4. bekk tóku þátt í þessu fyrir Norðlingaskóla.

Children's world in the books by Astrid Lindgren
Markmiðið í þessu verkefni var að vekja áhuga nemenda á bókum eftir Astrid Lindgren. Nemendur lásu sjálfir úr bókum hennar, hlustuðu og unnu með valda texta. Þau unnu ýmis verkefni úr sögunum og áttu í samskiptum við nemendur frá Ítalíu, Póllandi og Búlgaríu. Það voru nemendur úr 3. og 4. bekk sem unnu að þessu verkefni undir stjórn Þóreyjar Gylfadóttur umsjónarkennara og Rósu Harðardóttur skólasafnskennara en enn fremur tóku aðrir umsjónarkennarar þátt í þessu verkefni.

20180208 111344
The ultimate school library
Í þessu verkefni var fókusinn á skólasafninu og þeim möguleikum sem það býður upp á. Unnið var með aðferðinga Design thinking eða hönnunarhugsun til þess að ýta undir nýsköpun og breytingar. Nemendur unnu saman í hópum og veltu fyrir sér þeim möguleikum sem við höfum til að breyta og hafa áhrif á umhverfið okkar án þess að það kosti mikið. Þetta verkefni var unnið í samstarfið við skóla í Frakklandi og tóku nokkrir nemendur í 5. – 7. bekk þátt í þessu undir stjórn Rósu Harðardóttur á skólasafninu.

Einnig tókum við þátt í eTwinning deginum sem var haldinn var í byrjun maí. 

Myndir