Setning Norðlingaleikanna

Sú hefð hefur skapast í Norðlingaskóla að efna til Norðlingaleika á vordögum. Þá er nemendum skipt upp í hópa þvert á árganga frá 1. bekk upp í 10. bekk. Elstu nemendur eru hópstjórra og passa að allt gangi upp því skipulagið þarf að vera gott. Í gær þriðjudag voru leikarnir settir. Liðin komu saman í Mörkinni og dregin voru nöfn á liðin. Öll liðin bera nöfn landa í heiminum en þemað að þessu sinni er einmitt heimsmeistaramótið í fótbolta sem hefst von bráðar í Rússlandi. Í dag miðvikudag og á morgun fimmtudag þá eru Norðlingaleikasmiðjur þar sem liðin pússa sig saman. Á föstudaginn eru svo hinir einu sönnu Norðlingaleikar.

Myndir