Ávaxtakarfan

Á mánudaginn sýndu nemendur í 7. bekk söngleikinn Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Sýndar voru tvær sýningar fyrir fullu húsi. Sýningarnar tókust mjög vel og skemmtu áhorfendur sér konunglega. En Ávaxtakarfan er lífleg og skemmtileg saga um einelti og ójafnrétti. Í þessari sögu næst ótrúlega vel að segja frá algengu vandamáli barna, á skemmtilegan og líflegan hátt. Enginn vill lenda í einelti og komast ávextirnir í Ávaxtakörfunni að því í sameiningu að jafnrétti og bræðralag sé alltaf betra en einelti og fordómar.

Myndir