Stelpur og tækni

Háskólinn í Reykjavík bauð stúlkum í 9.bekk á daginn Stelpur og tækni á síðasta fimmtudag. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Stelpurnar í Norðlingaskóla fóru á tvær vinnustofur, aðra hjá Tækniskólanum þar sem þær leystu þraut sem fólst í því að taka í sundur borðtölvu og setja hana saman aftur þannig að hún virkaði. Seinni vinnustofan var hjá Systrum þar sem stelpurnar bjuggu til tónlist í tölvum. Matur, drykkir og rútur voru í boði HR og var svo tekið mjög vel á móti okkur í fyrirtækinu Opnum kerfum eftir hádegi. Þetta er frábært framtak hjá HR.