Vorskóli og skiptidagur

Í dag mættu verðandi fyrstu bekkingar í vorskóla og unnu með nemendum í 2. bekk. Á meðan þau tóku þátt í mörgum spennandi skólaverkefnum fengu foreldrar kynningu á skólanum. En það var meira um að vera í skólanum, á sama tíma og nýnemarnir voru í heimsókn hjá 1. bekk, fór 2. bekkur í heimsókn upp til 3.-4. bekkjar en 4. bekkur fór í heimsókn Í Brautarholt og hitti þar 5.- 6. bekk. Sjöundi bekkur fór í heimsókn upp í unglingadeild og hitti þar 8.- 9. bekk. Það má því segja að allur skólinn hafi ýmist verið að taka á móti gestum eða í heimsókn í dag. Hér er hægt að sjá myndir frá deginum

IMG 0148