PISA könnun

Í dag taka nemendur í 10. bekk þátt í PISA könnun. PISA er umfangsmikil alþjóðleg langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði. Sá aldur er valinn þar sem hann markar lok almennrar skólagöngu í flestum löndum. Könnunin er lögð fyrir á þriggja ára fresti með mismunandi áherslur hverju sinni. Nú er könnunin lögð fyrir hér á landi í sjöunda sinn og allir skólar landsins með 10. bekk voru beðnir að taka þátt en dagsetning prófunar er ákveðin í samráði við hvern skóla. Aðaláhersla núna er á mat á lesskilningi en einnig er metið læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. 

Eftir könnunina svara nemendur spurningalista þar sem spurt er um viðhorf þeirra til náms, um námsvenjur þeirra, athafnir utan skóla ásamt hefðbundnum spurningum um bakgrunn.

Svör nemenda í PISA eru ekki persónugreinanleg og ekki hægt að rekja svörin. 

Nánar má lesa um verkefnið á vef Menntamálastofnunar og á vef verkefnisins hjá OECD. Þar er m.a. hægt að skoða dæmi um spurningar, fá svör við algengum spurningum og skoða niðurstöður fyrri PISA kannana.

Fyrir könnunina í morgun var nemendum boðinn staðgóður morgunmatur og ekki var hægt að sjá annað en að nemendur væru spenntir fyrir verkefni dagsins. Myndir