Hljómsveitin S.I.F á bláum degi

Norðlingaskóli átti í fyrsta sinn í sögu skólans fulltrúa í Músíktilraunum. Þetta var hljómsveitin S.I.F sem er skipuð þeim Eydísi Ýr Jóhannsdóttur, Hrannari Inga Arnarssyni, Gunnari Franz Árnasyni, Guðmundi Hermanni Lárussyni og Árna Birni Þórissyni. Þess má geta að Eydís Ýr var valin söngvari Músíktilrauna í ár. Á söngsamveru í morgun þegar nemendur og starfsfólk mætti bláklædd í skólann fengum við að heyra 3 lög frá þessari flottu hljómsveit sem við erum ákaflega stolt af. Myndir