Forvarnarvika

Nú stendur yfir forvarnarvika í skólanum. Í morgun fóru nemendur í unglingadeild inn í alla námshópa hjá  yngri nemendum með fræðslu sem þeir höfðu útbúið. Þar var hægt að fræðast um tannhirðu, vináttu, jafnrétti, heilbrigði og samskipti svo fátt eitt sé nefnt. Þessu var mjög vel tekið af yngri nemendum og óhætt að segja að þeir líti upp til þeirra sem eldri eru. Myndir