Grunnskólamót í sundi

Norðlingaskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem haldið var í sunndlauginni í Hafnarfirði þriðjudaginn 13. mars sl. Þar tóku þátt fyrir hönd Norðlingaskóla 15 krakkar úr 5.-7. bekk og 8 krakkar úr unglingadeild. Fyrirkomulag mótsins var þannig að um boðsundskeppni var að ræða þar sem hver keppandi synti 25 m skriðsund og tók svo annar keppandi við. átta nemendur voru í hverju liði og var Norðlingaskóli með 1 lið frá unglingadeild og 2 lið frá miðstiginu. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og fer þessi keppni í reynslubankann.sund