Öðruvísi hárdagur

Á föstudaginn var „Öðruvísi hárdagur" í skólanum. Nemendur og starfsfólk skartaði frumlegri hárgreiðslu í anda dagsins. Hár var greitt til allra átta og alls kyns hárefni og hárskraut jók á stemminguna. Sjá mátti hár í öllum regnbogans litum, uppsett hár og skreytingar frá spennum og borðum til fuglabúra. Einstaka hárkollur settu svip á daginn.
Almenn ánægja ríkti á „Öðruvísi hárdegi" og allir fóru glaðir inn í helgina. Myndir