Flökkusýning

Undanfarnar vikur höfum við verið með Flökkusýninguna Skyggni ágætt að láni frá Listasafni Reykjavíkur. En þar er að finna sýningu sem kemur til okkar í sérhönnuðum kistum sem eru færanlegar á milli rýma og raðast saman í u.þ.b. 10 metra sýningarrými sem rúmar um 8–12 listaverk. ásamt vönduðum verkefnum. Skyggni ágætt – sjálfbærni krefst skapandi hugsunar er sýning sem fjallar um samspil manns og náttúru með ríka áherslu á hugtakið sjálfbærni sem er þýðingarmikill liður í menntun samtímans.
Sýningin flakkar um grunnskóla Reykjavíkur í tvær til þrjár vikur í senn, skólunum
að kostnaðarlausu, nemendum og starfsfólki til mikillar ánægju.
Listaverkin á sýningunni eru öll úr safneign og eftir íslenska myndlistarmenn. Myndir