Öskudagur og vetrarleyfi

Á miðvikudaginn verður öskudagur haldinn með látum í skólanum. Allir nemendur og starfsmenn mæta þá í sínu uppáhalds hlutverki og klæðnaði. Dagskráin verður hefðbundin og hefst með morgunsöng kl. 8:15. Síðan verður eitt og annað um að vera hjá teymunum þar sem prinsessur, ófreskjur og ofurhetjur eiga góðar stundir saman. Að lokum munu öll teymi slá köttinn úr tunnunni. Skólanum lýkur síðan kl. 11:30 eftir að allir nemendur hafa fengið að borða.
Eftir skóla mun frístund taka við þeim börnum sem eru skráð þann dag.

Vetrarleyfi verður dagana 15. og 16 febrúar og hefst skóli aftur mánudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.

IMG 0405