Heimsókn í Gerðuberg

Helmingurinn af nemendum í 3. bekk heimsóttu Gerðuberg í dag. Nemendur sáu sýninguna Þetta vilja börnin sjá. Þau fengu fræðslu um myndskreytingarnar og skoðuðu einnig sýninguna Stund milli stríða þar sem sjá mátti verk systranna Söru og Svanhildar Vilbergsdætra. Bókasafnið var einnig heimsótt, þar spreyttu börnin sig í spurningakeppni um þekktar sögurpersónur og fengu að prófa tilraunaverkstæðið. Hinn helmingurinn af 3. bekk fær að fara 22.febrúar. Myndir