Samráðsdagur, 26. janúar og undirbúningsdagur 29. janúar

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Samráðsfundur foreldra, nemenda og kennara verður föstudaginn 26. janúar 2018. Opnað hefur verið fyrir skráningu viðtala og geta foreldrar bókað samráðsfundi  til og með 25. janúar.
Vinsamlegast snúið ykkur til umsjónarkennara ef þið lendið í vanda með skráningu viðtala.

Mánudaginn 29.janúar er undirbúningsdagur starfsfólks Norðlingaskóla og fellur kennsla niður þann daginn.

Frístundaheimilið Klapparholt verður opið báða dagana fyrir þá sem þar eru skráðir og hafa fengið staðfestingu um skráningu.