Vasaljósadagur

Á föstudaginn var vasaljósadagur hér í Norðlingaskóla en þá voru nemendur hvattir til að mæta með vasaljós í skólann. Farið var í vasaljósagöngu út í Björnslund snemma morguns og þá var nú gott að geta notað ljósin. Í skólastofunum voru ljósin slökkt og nemendur notuð vasaljósin til að lesa og vinna verkefni.