Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Í dag mánudaginn 4. desember fengum við góðan gest í heimsókn á skólasafnið. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í heimsókn, las upp úr nýju bókinni sinni Henri hittir í mark og spalllaði við nemendur í 6. bekk. Hann sagði þeim frá Henri og ævintrýrum hans og einnig spjallaði hann almennt um ritstörf við nemendur. Nemendur spurðu Þorgrím spjörunum úr og voru virkilegar spenntir að lesa meira um Henri en margir höfðu einmitt lesið fyrstu bókina um hann sem fjallar um ævintýir hans með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Þorgrímur hafði orð á því hve nemendur voru kurteisi og hversu gaman hefði verið að koma í heimsókn. Frábært að fá svona góðan gest. Myndir