Jólasveinahúfudagur

Síðast liðinn föstudag var 1. desember, fullveldisdagur okkar Íslendinga. Þann dag árið 1918 fyrir 99 árum, varð Ísland fullvalda ríki. Nú er jólaundirbúningurinn formlega hafinn og af því tilefni mættu nemendur og starfsfólk Norðlingaskóla með jólasveinahúfur. Glatt var á hjalla eins og myndirnar sýna bæði í söngstund og eins í kennslustofunum.