Jólatré sótt

Það var heldur betur myndarlegur hópur af nemendum úr 1. bekk og 10. bekk sem gengu upp í Heiðmörk í dag í blíðskaparveðri og völdu jólatré fyrir skólann sinn. Fyrir valinu varð risa stórt og fallegt grenitré og voru það nokkrir vaskir strákar úr 10. bekk sem feldu það við mikinn fögnuð 1. bekkinga. Eftir það fengu allir sér piparkökur og heitt kakó áður en haldið var til baka í skólann. Myndir