Hrekkjavaka

Í dag föstudag voru draugar, afturgöngur, uppvakningar og aðrar hyllingsverur nemendur skólans en við héldum upp á Hrekkjavöku. Þótt margir telji þetta vera sið sem kominn eru úr bíómyndum og þáttum frá Ameríku þá má rekja hann til heiðinnar hausthátíðar sem Írar og Bretar fögnuðu til forna. Hér á Íslandi voru þessar hátíðir líka haldnar en þá voru dísir blótaðar um veturnætur. Þær voru engar þokkadísir, heldur ægilegar kvenvættir, blóðþyrstar og þungvopnaðar. Og það voru svo sannarlega engar þokkadísir á ferli hér í Norðlingaskóla í dag eins og myndirnar sýna. Nemendur komu með hryllilegar veitingar og flestir skemmtu sér vel.