Vetrarfrí

Kæru foreldrar og forráðamenn við viljum minna ykkur á vetrarfrísdagana sem framundan eru, fimmtudag, föstudag og mánudag  19., 20. og 23. október. Þá eru nemendur og starfsfólk skólans í vetrarleyfi. Frístundaheimilið Klapparholt er lokað þessa daga sem og Borgarbókasafnið. Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október Við vonum að allir eigi gleðilegt og gott vetrarfrí.

Við viljum vekja athygli ykkar á áhugaverðri dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana í vetrarfríinu fyrir fjölskylduna. Hér má sjá auglýsingu um viðburði í vetrarfríinu: Dagskrá. Hér má sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar: Margt í boði fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu