Menningarmót 2017

Í dag fór fram menningarmót hjá nemendum í 6. bekk og tókst það mjög vel. Þetta er í annað sinn sem menningarmót er haldið í Norðlingaskóla. Í fyrra tók allur skólinn þátt en nú var ákveðið að hafa þetta eingöngu í 6.bekk og fengu nemendur í öðrum bekkjum að koma í heimsókn og skoða það sem eldri nemenendur höfðu fram að færa ásamt því að taka þátt í getraun. 

Á menningarmótum fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans.. Hver þátttakandi er með sitt „svæði“ og kynnir sín áhugamál og sína menningu, sem þarf ekki endilega að vera þjóðarmenning heldur fyrst og fremst það sem skiptir mestu máli fyrir hvern og einn. Þátttakendum gefst einnig tækifæri til að vera með uppákomu, dans, tónlist, leiklist, kynningu á netinu, glærur og jafnvel stutt erindi á opnun menningarmótsins ef áhugi er fyrir hendi. Allir eru þátttakendur og áhorfendur um leið.

Það voru glaðir og ángæðir nemendur sem fóru heim í vetrarfrí eftir þennan skemmtilega dag.