Matur frá Póllandi

Í tilefni af fjölmenningarvikunni var boðið upp á pylsur frá Póllandi í matinn. Jolanta sem vinnur hér í Norðlingaskóla er einmitt frá Póllandi en einnig eru nokkuð margir nemendur þaðan. Börnin kunnu vel að meta pólsku pylsurnar og gerðu matnum góð skil.