Alþingiskosningar

Nemendur í 10. bekk skólans hafa margir hverjir mikinn áhuga á yfirvofandi kosningum og stjórnmálum almennt. Af því tilefni hafa þeir boðið öllum flokkum sem lýst hafa yfir framboði til Alþingis til kynningar- og umræðufundar við sig næsta þriðjudag. Frumkvæðið er nemendanna sjálfra og þetta er að öllu leyti þeirra fundur. Nú bíða þeir spenntir og sjá hverjir þiggja boðið og ræða hin mikilvægu mál við kjósendur (og stjórnmálamenn) framtíðarinnar.

Við segjum nánar frá fundinum í næstu viku.