Fjölmenningarvika

Í næstu viku mun Norðlingaskóli standa fyrir fjölmenningarviku til að fagna fjölbreytileika okkar er varðar þjóðarmenningu. Vikan mun einkennast af fræðslu um fjölmenningu og mat frá hinum ýmsu löndum. Sex nemendur úr 10. bekk, Alda, Hermann, Kolbeinn, Orri, Jenný og Sigurrós eru að gera myndband þar sem tekin verða viðtöl við nokkra nemendur og starfsmenn skólans sem eru af erlendum uppruna eða hafa persónulega tengingu við ákveðið land vegna búsetu þar í ákveðinn tíma. Myndbandið verður sýnt í kennslustundum föstudaginn 13. október.
Starfslið mötuneytis skólans mun framreiða hádegismat frá fjórum þjóðernum þeirra í næstu viku, frá þriðjudegi til föstudags. Á þriðjudeginum verður íslenskur fiskur að hætti Siffu, á miðvikudeginum verður pottréttur með maís frá Chile að hætti Flor Mariu, pólskar pylsur og kartöflumús þegar litið er til matarmenningar Jolöntu og á föstudeginum veður súpa að hætti móður Michelle en þær koma frá Filipseyjum.
Fjölmenningarkennsla er mikilvægur þáttur í skólastarfi. Þetta er kennsluferli sem miðar m.a. að því að auka jafnrétti til náms og árangurs í námi, bæta samskipti mismunandi menningarhópa, minnka fordóma og auðga samfélagið