Norðlingaleikar 2017

Þann 2. júní síðast liðinn voru Norðlingaleikarnir haldnir hátíðlegur hér í skólanum. Nemendum var skipt niður í 52 lið þvert á árganga og keppt var í fjölbreyttum þrautum á 34 stöðvum. Þar ríkti mikil gleði og spennandi keppni sem allir nemendur, kennarar og annað starfsfólk tók virkan þátt í. Sterk liðsheild og samvinna eru aðalsmerki Norðlingaleikanna og keppnin í ár var einstaklega spennandi. Eins og myndbandið sem hér fylgir ber með sér má ekki á milli sjá hverjir voru spenntari og skemmtu sér betur, starfsmenn eða nemendur.

Frábært myndband frá Norðlingaleikunum

Nordlingaleikar